Hjalti

Hjalti Halldórsson (f. 1980) er grunnskólakennari og rithöfundur sem lærði einu sinni sagnfræði.

Í bókum sínum hefur Hjalti oft sótt sér innblástur í Íslendingasögurnar. Það hefur samt ekki verið næg útrás fyrir miðaldablætið að skrifa, því hann hefur birst á sjónvarpsskjáum landsmanna sem víkingur í þáttunum Víkingaþrautin í Stundinni okkar. Auk þess heldur hann úti hlaðvarpinu Ormstungur.

Bækurnar hans Hjalta heita Af hverju ég? (2017), Draumurinn (2018), Ys og þys út af ÖLLU! (2019), Græna geimveran (2020), Ofurhetjan (2021 og Veran í vatninu (2021). Lesa má meira um þær með því að smella hér.

Bækurnar hefði hann ekki getað skrifað án strákanna sinna tveggja sem segja honum þó líka af og til að það sé komið gott af sögurausi og tími til kominn að fara út í fótbolta.