Bækurnar

Græna geimveran

Dísa er á leið í Mývatnssveit til ömmu og afa. Þar ætti hún að vera óhult fyrir geimverum sem eru alltaf að reyna að ná valdi á fólki. Það var hins vegar eins gott að hún tók með sér álklæddu derhúfuna, vatnsbyssuna og stækkunarglerið – og kynntist Dreng – því það er eitthvað stórundarlegt á seyði í sveitinni!

Ys og þys út af ÖLLU!

Þrenningin Guðrún, Kjartan og Bolli eru á leiðinni í síðasta skólaferðalagið fyrir unglingadeildina. ALLT skiptir máli. Þau ætla ÖLL að fá ALLT út úr þessari ferð. En áður en þau eru einu sinni komin á staðinn fara ALLAR áætlanir út um þúfur. Fyrr en varir snýst ÖLL ferðin um stríð! Ys og þys út af ÖLLU! er bráðsfjörug saga um vináttu, misskilning, hrekki, svik, hefnd … og svolítið um ástina.

Draumurinn

Draumurinn segir frá afdrifaríku atviki sem setur líf tilvonandi knattspyrnuhetju á annan endann, enda á það sér stað viku áður en Íslandsmótið í 4. flokki hófst. Á daginn kemur að þó að refsingin virtist í fyrstu alveg hræðileg reynist hún síðan vera það besta sem komið gat fyrir.

 

Af hverju ég?

Bókin segir frá Agli, ungum dreng sem elst upp í Borgarnesi. Hann á ekki sjö dagana sæla þar sem hann á það til að lenda í vandræðum, eða veseni eins og hann kallar það sjálfur. Sjálfur vill hann þó meina að árekstrar hans við skólafélaga og fjölskyldumeðlimi séu alls ekki sér að kenna. Þvert á móti sé hann betur gefinn en flestir samferðamenn sínir en þrátt fyrir það lendir hann fyrir sakir óheppni sinnar og ósanngirni annarra í veseni.